Í tilefni Jónsmessunætur bjóða fatahönnuðir í miðbænum þér að koma í heimsókn í kvöld milli 18 og 21.
Tilvalið tækifæri til að sjá nýjustu sumarlínurnar og þiggja jafnvel léttar veitingar.
Sjálf elska ég að kaupa mér flotta flík sem ég veit að önnur hver manneskja á ekki og styrkja um leið íslenska hönnun og handverk. Markaðskannanir sýna að eftir að kreppan skall á hafa neysluvenjur fólks breyst og það velur frekar gæði umfram magn, því hefur hönnunarvara sótt í sig veðrið enda miklu hagstæðara að kaupa sér gæðaflík sem endist heldur en nokkrar fjöldaframleiddar flíkur í lágum gæðum sem gerðar eru við bág skilyrði verkamanna í þriðja heiminum.
Kíkið í heimsókn og leyfið hönnuðum að taka vel á móti ykkur, verslanir sem bjóða heim eru:
- Kiosk
- Ígló
- Mundi
- Gust
- Kurl
- Hanna felting
- Nostrum
- Forynja
- Birna
- Einvera
Ég tók saman smá brot af því sem hugur minn girnist:
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.