Það er ekki á hverjum degi sem maður finnur þörf hjá sér til að fjalla um hreingerningarvörur en ég get ekki á mér setið…
Fyrir einhverja rælni prófaði ég um daginn að kaupa nýja hreinlætisvöru fyrir dagleg þrif heimafyrir. Það var líklegast sæti pandabangsinn á umbúðunum sem heillaði mig og hönnunin auk þess að langa til að prófa svona eco, eða umhverfisvæna vöru.
Varan, sem kallast Attitude, kom mér mjög skemmtilega á óvart. Ég sprautaði þessu á eldhúsborðið, þurrkaði af með hreinni tusku og um leið fylltist allt af dásamlega frísklegri lavender og greiplykt. Lykt sem gefur þér þessa ‘vá hvað það er hreint og fínt hérna’ tilfinningu en með öðrum hætti en maður á að venjast frá hefðbundum hreinlætisvörum.
Ég reiknaði kannski með að þetta myndi ekki duga vel þar sem efnið er ‘lífrænt’. Líklegast var ég haldin óljósum ranghugmyndum um að sterk hreinlætislykt með sítrónukeim verði að fylla heimilið til að árangri sé náð en ég segi þér að lavender og grapefruit lykt gefur jafn góða ef ekki betri tilfinningu þar sem lyktin er svo ofsalega góð. Svo er efnið mjög “effektívt” og virkar rosalega vel á óhreinindin auk þess að skilja eftir fallegan glans.
Svo er auðvitað mjög gott að hugsa til þess að maður er að fara betur með náttúruna með því að velja umhverfisvænt. Þessar vörur eru framleiddar í Kanada en hér er hægt að kaupa þær m.a. í Hagkaup þar sem ég keypti mínar og mig minnir að brúsinn sé í kringum 1000 kr sem er meira en hefðbundnar hreinlætisvörur en á sama tíma betri fyrir samviskuna.
Væri til í að sjá fleiri vörur frá Attitude í hillunum og skora á framleiðandann að kanna málið…
Hér má lesa meira um Attitude vörurnar.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.