Ég var fengin til að skrifa grein í Læknanemann, tímarit læknanema. Greinin er útlistun á einkennum lækna eftir því hvaða stjörnumerki þeir tilheyra.
Ég er nú þegar búin að birta vatnsberann, fiskinn, hrútinn, nautið, tvíburann, krabbann og ljónið. Hér kemur meyjan.
Meyjan 23. ágúst – 22. september
Meyjan er einstaklega hjartgóð og fær mikið út úr því að aðstoða aðra. Hreinlæti og heilsusamlegt líferni skiptir hana miklu máli. Læknastaða ætti því að henta henni vel.
Meyjan er vís til að hafa eyrnapinna eða tannbursta á lofti þegar hún þrífur heima hjá sér og smitsjúkdómalæknir er því staða sem hún ætti kannski að skoða. Meyjan er alveg rosalega nákvæm og smámunasöm. Hún þarf líka að sjá tilgang og augljósan árangur.
Meyjan viðheldur lífsorkunni með því að vinna og allt sem krefst mælinga og nákvæmni, eins og að mæla svefnvenjur eða kortleggja erfðasjúkdóma ætti að verða henni auðvelt.
Frægar meyjur: Móðir Teresa, Beyonce og Michael Jackson.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.