Skilaboðaskjóður eru alltaf í tísku. Þær heita á ensku “messenger bag” og hönnuninn er einföld og nytsöm.
Lítil taska sem þó rúmar nokkuð af dóti og er með löngu bandi sem brugðið er yfir öxlina. Þetta er hrikalega þægileg taska, dinglar eitthvað svo látlaust utan á þér. Þú hefur séð póstburðarfólk með svona skilaboðaskjóður á öxlinni, reyndar eru þær alls ekkert smart.
Hér eru aftur nokkrar myndir af skilaboðaskjóðum sem eru í tísku og fallegir fylgihlutir í stíl við þær. Þetta er allt hægt að kaupa eða bara skoða á þessari snilldar netsíðu:
Smelltu á myndirnar til að stækka:
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.