Það er múffufjör á heimilinu þessa dagana og renna sítrónu-myntumúffurnar vel niður með kaffibollanum og kaldri mjólk.
Til gamans birti ég hér nokkrar hugmyndir að skreytingum á múffur en í páskafríinu er tilvalið að dunda við múffugerð með krökkunum, þeim finnst fátt skemmtilegra. Þetta eru einfaldar skreytingar við allra hæfi og um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. Góða skemmtun.
Myndin er úr matreiðslubókinni minni Eldað af lífi og sál.
Rósa starfaði um árabil sem blaða- og fréttamaður lengst af hjá fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar. Hún hefur skrifað um mat og matargerð í ýmis blöð og tímarit, þar af í rúman áratug fyrir Gestgjafann. Rósa gaf út sína fyrstu matreiðslubók, Eldað af lífi og sál, haustið 2009. Nú starfar Rósa við ritstörf hjá Bókafélaginu og er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.