Í landi þar sem rigningin kemur skáhallt á móti manni og lemur mann í framan með ísköldum látum mestan part árs
…eru ekki alltaf mikil not fyrir regnhlíf sem myndi gera lítið annað en að fjúka burt.
En það er eitthvað svo notalegt við sumar-rigningu sem fellur rólega til jarðar, nærir blómin og fyllir loftið af ferskri angan og þá er svo notalegt að fá sér göngutúr með regnhlíf í hönd.
Í veðursælli löndum er mikil hefð fyrir regnhlífum og á markaðnum eru allskonar regnhlífar, tísku-regnhlífar, vintage-regnhlífar, barna- herra- golf- regnhlífar, já það má endalaust telja.
Hér heima hef ég séð afar fallegar designer-regnhlífar í verslun sem heitir Línsérí og er á Garðastræti en einnig er hægt að fá flottar regnhlífar í Tösku- og hanskabúðinni á Skólavörðustíg og svo má auðvitað panta á netinu, t.d. hér…
Smelltu til að skoða myndir af sætum sól og regnhlífum (ífum ífum eh eh eh…)
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.