Það er ekkert grín að byrja í háskólanámi eftir þriggja ára hlé, sérstaklega ef maður skráir sig í raunvísinda nám og er með lítinn grunn fyrir í því.
Ég ákvað að skrá mig í lífefna- og sameindalíffræði í HÍ. Upprunalega var planið að fara í líffræði en mér þótti þetta frekar spennandi og ákvað að slá til.
Þar sem ég útskrifaðist af félagsfræðibraut, er ég með lítinn sem engann grunn í hvorki efnafræði né stærðfræði.
Núna eru 4 dagar liðnir af fyrstu vikunni í skólanum og á borðinu mínu liggja fjórar 1.300 blaðsíðna bækur um efna- erfða- líf- og stærðfræði, sem eru allar stærri en hausinn á mér. Ég gerði mér engann veginn hvað ég væri að demba mér úti fyrr en ég fór á fyrirlestra.
Í fyrsta efnafræði fyrirlestrinum þá skildi ég lítið sem ekkert hvað kennarinn var að tala um og ég horfði bara útí loftið í stærðfræði fyrirlestri. Ég hélt ég hefði gert stór mistök og hugsaði með mér að ég hefði nú kannski frekar átt að fara í sálfræði (tók 18 einingar í því fagi í framhaldsskóla).
En viti menn, það er von fyrir óreynda raunvísinda nema eins og mig! Og hér kemur bjargvætturinn Sal Khan til sögunnar!
Sal Khan er dásemdar maður sem er fæddur til að kenna. Hann er stofnandi síðunnar Khan Academy sem býður uppá gjaldfrjálsa kennslu, já ég sagði gjaldfrjálsa, í allskonar greinum (þá helst raunvísindum).
Sal Khan er með BS í stærðfræði M.Sc og MEng í rafmagns verkfræði og tölvunarfræði.
Augljóslega er maðurinn nokkuð klár í kollinum. Hann byrjaði fyrst með sýnikennslu á youtube, eftir að hafa hjálpað eigin fjölskyldumeðlimum með sitt nám, og varð svo vinsæll að hann hætti í sínu fyrra starfi sem vogunarsjóðs greinandi (hegde fund analyst) og stofnaði Khan Academy vefsíðuna.
Frá skrifstofunni heima frá sér býr hann til frábær kennslumyndbönd um stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði, stjarnfræði, sögu ofl alveg frítt!
Sama hvort þú ert námsmaður eða bara fróðleiksfús manneskja þá er um að gera að skella sér inná Khan Academy og dýpka stærðfræði skilninginn eða öðlast nýja þekkingu á efni sem er þér algjörlega ókunnugt.
Með Khan er allt hægt!
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður