Eins og síðustu ár býður Vodafone gestum Menningarnætur í Reykjavík upp á mikilfenglega flugeldasýningu sem bindur enda á formleg hátíðarhöld í miðbænum og áhorfendur eru beðnir að taka þátt með snjallsímum sínum.
Í ár mun sýningin heita Stjörnubrim og er það danshöfundurinn Sigga Soffía sem stýrir sýningunni. Með Stjörnubrimi lokar Sigga Soffía þríleik flugeldasýninga sína byggðum á dansi. Áður hafa flugeldasýningar hennar Eldar (2013) og Töfrar (2014) slegið botninn í menningarhátíðina.
Mörgum kom á óvart þegar Sigga Soffía kynnti dansverk fyrir flugeldasýningu í fyrsta sinn fyrir tveimur árum, en óhætt er að segja að frumlegar og vel heppnaðar flugeldasýningar hennar hafi slegið í gegn.
Líklegt er að þetta verði í síðasta sinn sem hægt er að skjóta flugeldum beint úr miðbænum þar sem ný hús munu rísa í bænum í ár.
Í ár verða enn kynntar nýjungar, en áhorfendur eru beðnir að taka þátt í sýningunni með snjallsímum sínum, sem mun án efa verða tilkomumikið.
Yfir 1.000 bombur
Óhætt er að segja að mikið púður fari í sýninguna, en yfir 1.000 bombum verður skotið upp auk fjölda skotkaka. Skotið verður upp frá fimm stöðum í miðbænum, meðal annars úr nágrenni gamla hafnargarðsins sem kom í ljós á dögunum, í Hörpugrunni, ofan af Tollhúsinu og víðar, og kemur fjöldi fólks að framkvæmd sýningarinnar.
Líklegt er að þetta verði í síðasta sinn sem hægt er að skjóta flugeldum beint úr miðbænum þar sem ný hús munu rísa í bænum í ár.
Fylgist með á Vodafone Snappinu
Vodafone og Sigga Soffía bjóða áhugasömum að fylgjast með undirbúningi flugeldasýningarinnar á Snapchat-i Vodafone, vodafoneis. Sigga Soffía mun þar sýna fólki bak við tjöldin og verður án efa spennandi að fá innsýn í hvernig jafn gríðarlega flókinn og umfangsmikill viðburður er settur á svið.
Túlkað af dönsurum í Borgarleikhúsinu
Að þessu sinni verður dansverkið tvískipt. Flugeldarnir eiga sviðið á Menningarnótt, en í október munu Íslenski dansflokkurinn og Sigga Soffía síðan endurskapa flugeldasýninguna á Stóra sviði Borgarleikhússins undir heitinu OG HIMINNINN KRISTALLAST. Þar munu dansarar verða í hlutverkum flugelda og túlka sömu sviðsmyndir, snið og form og sýnd verða í Stjörnubrimi á Menningarnótt.
Allir taka þátt í ár!
Á ákveðnum punkti verksins verður mynduð þoka úr flugeldum í nágrenni skotstaðarins í Hörpugrunni. Áhorfendur eru beðnir um að kveikja á flassi snjallsíma sinna á sama tíma og mynda þannig nokkurs konar stjörnuþoku, sem verður án efa mikið sjónarspil, enda eru að jafnaði um 80 þúsund áhorfendur að flugeldasýningunni.
Við Pjattrófur verðum fremstar með flössin okkar og símana. Það er klárt mál enda ekki á hverjum degi sem manni gefst tækifæri á að “mynda stjörnuþoku”!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.