“Kynlíf selur”
Þetta vitum við flest sem höfum lært sálfræði 101 enda byggðust kenningar Freuds meðal annars á hvötum sem við bælum niður í daglega lífinu, aðallega kynhvöt og ofbeldishneigð, og á þessum hvötum er endalaust hægt að græða peninga. Eða svo virðist að minnsta kosti vera.
Á liðnum árum mætti hinsvegar ætla að þessi ákveðna tegund sölumennsku hafi farið heldur mikið úr böndunum. Það sem eitt sinn virkaði spennandi er ekki lengur spennandi og sífellt þarf að bæta í til að vekja áhuga eða athygli. Konurnar verða enn fáklæddari, karlarnir enn árásargjarnari, fyrirsagnirnar enn meira krassandi… það er sífellt gengið lengra.
Hér að neðan gefur að líta brot úr heimildarmyndinni Dreamworlds 3 eftir Sut Jhally en hún er framhald af myndinni Dreamworlds 2 frá árinu 1995.
Í myndinni kannar Jhally, sem er prófessor í samskipta og fjölmiðlafræðum, áhrif tónlistarmyndbanda á hegðun og atferli fólks en eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan er vel hægt að setja stórt spurningarmerki við þetta alltsaman.
Hann hvetur okkur til að horfa á þessi myndbönd gagnrýnum augum. Hvað finnst þér? – Ræðum það á Facebook.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JDMo5cIJN3A[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.