#WomanCrushWednesday er notað af fólki um allan heim hvern miðvikudag. Hashtaggið er notað svo að fólk geti tjáð tilfinningar sínar í garð einhverrar ákveðinnar konu sem viðkomandi er skotin/n í og oftar en ekki er viðkomandi kona fræg. Ég er skotin í alveg helling af frægum konum og ætla þess vegna á hverjum miðvikudegi að skrifa um konur sem ég dáist að vegna einhvers sem þær hafa áorkað, vegna þeirra persónulega stíls eða vegna einhvers sem þær hafa sagt eða gert.
Mindy Kaling
Ég er búin að vera skotin í Mindy Kaling alveg síðan hún var í The Office. Þar lék hún ekki aðeins uppáhaldskarakterinn minn, Kelly Kapoor heldur var líka eina konan í átta manna teyminu sem skrifaði fyrir þáttinn Og hún var 24 ára. Þegar ég var 24 ára vann ég á boost bar…til hamingju ég!
Í gegnum árin hef ég svo verið smá eltihrellir varðandi allt sem kemur Mindy Kaling við og ég keypti meira að segja bókina hennar (og las hana!). Mindy er ekki bara snilldargrínisti og ofurklár heldur er hún líka með frábærlega skemmtilegan fatastíl og er/var meganörd.
Tíu ástæður fyrir því að ég elska Mindy Kaling (og þú ættir að gera það líka):
1. Húmorinn
Húmorinn ætti eiginlega að vera númer eitt, tvö og þrjú en ég tými bara ekki að eyða tveimur plássum í viðbót í að tala um húmorinn hennar því það er svo margt annað frábært við hana. Húmorinn er samt það besta!
2. Hún er besta vinkona fyrrverandi kærastans síns
Ef það segir ekki mikið um hvaða persónu einhver hefur að geyma þá veit ég ekki hvað gerir það. Það gerir samt eiginlega alveg sérstaklega mikið fyrir mig í þessu tilviki af því fyrrverandi kærastinn hennar er B.J. Novak sem eins og Kaling er mjög fyndinn og súperklár.
Margir af aðdáendum þeirra beggja og bara flestir sem vita hver þau tvö eru og hafa einhvertíma séð þau saman láta sig dreyma um að einhvern daginn eigi þau eftir að enda saman aftur en þangað til verðum við, já ég er með í þessum hópi þó ég myndi mögulega kjósa B.J. fyrst fyrir sjálfa mig og svo fyrir Mindy, bara að hugga okkur við þetta:
Þetta gerðist þegar B.J. “hermdi” eftir Mindy og skrifaði bók:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=2FxhTn9cEhI[/youtube]
3. Sjálfsöryggið
Það er alltof algengt að stelpum og bara fólki yfirleitt sé kennt að það sé eitthvað að því að maður sé ánægður með það hvernig maður lítur út. Samkvæmt Mindy sjálfri á hún auðvitað sín augnablik, eins og við öll, þar sem hún hatar hvernig hún lítur út en karakterarnir sem hún hefur leikið í bæði The Office og The Mindy Project eru ekki hræddar við að játa það að þær eru svolítið mikið flottar!
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=Ockt-BeMOWk[/youtube]
4. Fræga fólkið
Það hefur tekið mig mörg ár að viðurkenna að ég hef gaman að því að vita hvað fræga fólkið er að gera í lífinu og ég vil meina að Mindy Kaling hafi hjálpað mér á þeirri vegferð. Vissulega er ég ekki alveg eins hugfangin og persónurnar sem hún hefur leikið og ég er líka á móti öllum paparazzi ljósmyndurum og hef lítinn sem engan áhuga á börnum fræga fólksins en það er samt visst fólk, eins og Mindy Kaling sem ég myndi ekkert hata að kynnast og sem þrettán ára stelpan sem býr innra með mér elskar að “cyber-stalka”.
Hún hatar svo ekkert að fá “celeb-selfie” enda er hún mjög virk á Instagram:
5. Femínisminn
Hún er ekki þessi dæmigerði femínisti og mér finnst það frábært. Hún sýnir okkur öllum að femínistar geta verið alls konar fólk. Hún sýnir okkur það sjálf meðal annars með því að vera kynnir á viðburði á vegum Google sem hvetur ungar stelpur til að hafa áhuga á kóðun (þar sem hún sagði frá snilldarhugmyndinni sinni af Shazam-appi fyrir ilmvötn) og í gegnum karakterana sína sem hún skrifar að einhverju leyti. Pjattaðar konur sem eru með frægt fólk á heilanum og dreymir um að eignast kærasta geta ásamt því líka verið metnaðarfullar í vinnu og vilja vera metnar til jafns við karlmenn. Áhugamál þín og vinna segja ekkert um það hvort þú ert femínisti eða ekki.
Þó Mindy Lahiri sé langt frá því að vera fyrirmynd fá einhver af femínískum viðhorfum Mindy Kahling að leka í gegn…ekkert klám með leikurum!
6. Hún hatar þegar stelpur segja “girl crush”.
7. Hún masterar ræktina
8. Hún elskar mat
Og hún er ekki að þykjast með það!
9. Fatastíllinn
Minn fatastíll er svolítið langt frá hennar fatastíl en ég elska samt hvernig hún klæðir sig, litir og krúttlegheit með dass af töffaraskap!
Karakterarnir hennar eru líka alltaf skemmtilega tískumeðvitaðir:
Og svo tekur hún sig ekkert alltof hátíðlega þegar kemur að tískunni:
10. Hún er með munninn fyrir neðan nefið
Við erum öll alltaf að benda á kyn, útlit, húðlit og holdarfar bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Við notum það til að skýra það af hverju myndarlega konan varð forstjóri, af hverju karlmaðurinn var ráðinn í stað konunnar og til að afsaka það að við erum ekki að ná þeim árangri sem við ætlum okkur. Í sumum tilfellum á þessi umræða vissulega rétt á sér en Mindy hittir samt sem áður naglann beint á höfuðið hér:
Ef þig langar að elska Mindy Kaling eins mikið og ég þá mæli ég með The Office, The Mindy Project og Is Everyone Hanging Out Without Me?
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.