Það er fyrir löngu uppselt á Airwaves hátíðina en fyrir okkur sem sitjum eftir með sárt ennið er nú samt heilmikið að gerast “utan dagskrár” og full ástæða til að drífa sig í bæinn og taka þátt í dagskránni sem finna má hér!
“OFF VENUE” Airwaves
Má þar nefna tónleikaröð sem á sér stað á Kex Hostel, þar koma nánast allir helstu tónlistarmenn hátíðarinnar fram og hafa þeir hjá Kex meira segja stofnað útvarpsstöð að þessu tilefni sem sendir tónleikana út í beinni. Svo maður þarf ekki einu sinni að missa af neinu þó maður komist ekki.
Harpan er virk bæði í tónlistarflutningum innan og utan dagskrár og þessa daga er líka bíó, Heimildarmyndir um Nick Cave & the Bad Seeds eru til sýnis alla næstu daga í Flóa á jarðhæð og aðgangur er ókeypis.
Aðrir staðir þar sem má finna tónleika dag og kvöld eru: Hressó, Norræna Húsið, Bókabúð Máls og Menningar, Eymundsson- Skólavörðustíg og Austurstræti, Hemmi og Valdi, Kaffibarinn, Havarí, Tíu Dropar, Reykjavik Downtown Hostel, Smekkleysa, Sjoppan, Prikið, Hitt Húsið, Landakotskirkja ofl.
TÍSKA OG TÓNLIST
Tíska og tónlist hefur alltaf farið vel saman og meðal verslana sem bjóða í “partý” eru KronKron, Mundi´s Boutique, Kormákur og Skjöldur og Nikita, þið finnið tímasetningar þeirra á dagskránni hér!
BÍÓ
Bíó Paradís og Cinema NO2 eru einnig að sýna tónlistarmyndir í tilefni af Airwaves og má þar t.d. mæla með heimildamynd Árna Sveinssonar “Backyard”.
SUND
Síðast en ekki síst þá má njóta tónlistar í sundi, Vesturbæjarlaug býður upp á tónlistaruppákomur frá kl 18:00 alla Airwaves dagana . Svo má ekki missa af aðal “Chillinu” í Bláa lóninu á laugardaginn þar sem DJ Margeir, Daníel Ágúst og Human Woman koma fram.
LIVE PROJECT
Ef það sem ég hef nefnt hér að ofan er ekki nóg til að geta notið hátíðarinnar þá má benda á live útsendingar sem er í höndum gesta hátíðarinnar. Á liveproject.is uppfæra gestir myndir og myndbönd beint frá hinum ýmsu viðburðum með hjálp snjallsíma sinna… já svona er tæknin mögnuð í dag 😉
Áhugasamir um tónlist hafa nánast enga afsökun til að mæta ekki því meiri hluti “utan dagskrár” er líka ókeypis!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.