Spánverjinn Eloy Morales elskar að mála andlit og við fyrstu sýn er líklegt að þú verðir ekkert sérstaklega upprifinn.
Maðurinn er jú bara að klína málningu á andlit. En við nánari skoðun kemur allt annað í ljós og það sem er raunverulega að gerast á myndunum er alveg magnað!
Yfirleitt málar hann eigið andlit og notar til þess fullt af málningu.
Þú kemst eiginlega ekki hjá því að heillast þegar þú sérð hversu mikil orka fer í þetta hjá honum…
Mögnuð smáatriði til dæmis
Hvað skyldi hann hafa verið lengi að þessu?
Og hér breytist allt
Þetta eru ekki ljósmyndir heldur hreint ótrúlega nákvæm olíumálverk af andliti málarans.
Hann málar líka andlitsmyndir af öðrum
Það er merkilegt að hugsa til þess að þetta séu ekki ljósmyndir
Meira að segja hárið er raunverulegt á myndunum, allt niður í minnstu smáatriði.
Og svipbrigðin
Meira að segja svitaholurnar
Hér sést að þetta er málverk…
… og hver eru skilaboðin?
Jú, það er ekki alltaf allt sem sýnist og við nánari skoðun kemur yfirleitt eitthvað magnað í ljós. Svona er þetta með fólk og lífið sjálft.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.