Sem barn var ég alltaf að teikna – á servíettur, baðherbergisvegginn, aftan á mikilvæg skjöl á skrifstofunni hjá pabba – ég elskaði að teikna!
Í dag teikna ég minna en ég hef fært mig yfir í förðun og fæ þar útrás fyrir sköpunargleðinni.
Hins vegar finnst mér ennþá svo gaman að skoða fallegar teikningar, sérstaklega svokallaðar tískuteikningar. Fatahönnuðir nota mikið tískuteikningar í undirbúningsvinnu en það getur verið sérlega skemmtilegt að skoða skissur eftir fræga hönnuði.
Undanfarið hafa listaverk þar sem ljósmyndun og tískuteikningu er blandað saman orðið áberandi.
Samstarf þeirra Sögu Sigurðardóttir ljósmyndara og Hildar Yeoman hönnuðar og illustrator er í einu orði sagt magnað og eru myndirnar undurfagra. Þær fást m.a. í versluninni Kiosk á Laugarveg.
Hér eru nokkrar yndislegar teikningar sem gaman er að skoða.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.