Þannig hefur auglýsingin eflaust hljómað árið er 1961 þegar auglýst var eftir svörtum köttum til að koma í opna prufu fyrir kvikmyndina “Tales of Terror” eftir sögu Edgar Allan Poe.
Það er greinilegt á þessum svart-hvítu ljósmyndum að þetta hefur verið eftirsóknarvert hlutverk, því það er áberandi hversu margar húsmæður mættu á svæðið með svartan kött.
Myndirnar sýna liðna tíma í fatavali, greiðslu og gleraugnatísku. Köflótt hefur verið vinsælt í pilsum árið 1961… þetta eru skemmtilegar myndir. Smelltu til að kíkja betur á þær…
HÉR má síðan sjá kynningar trailerinn þar sem “kettinum” sést bregða fyrir í hryllings-trylling Edgar Allan Poe, en kötturinn hefur fengið stórt hlutverk í myndinni.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.