Mér þykir Reykjavíkurborg dásamleg og er rosalega skotin í miðbænum. Mér finnst líka skipta miklu máli að við hugsum vel um landið okkar til að halda því fallegu svo að gaman sé að horfa á það sem fyrir augu ber.
Eftir klukkan 3 á laugardagskvöldi er miðbærinn ekki fögur sjón. Hann er algjör sjoppa. Þá er búð að henda hverskonar rusli um allar götur bæjarins. Sem betur fer er það þrifið fyrir næsta dag.
Nú síðustu ár hef ég séð auglýsingar í sjónvarpinu sem hvetja fólk til að henda rusli í ruslatunnur og benda um leið á að landið okkar sé ekki ein stór ruslatunna. Ég er mikið sammála þessu! Auðvitað á að henda rusli í ruslafötur – en því miður sé ég ruslatunnur ekki nógu oft á göngu minni. Ég er með rusl í hendinni og labba endalaust langt í leit að næstu ruslatunnu og þá blasir við mér þessi tunna hér :
Það fer ekki mikið meira rusl ofaní hana. Sem betur fer var þetta bara tóm svalaferna sem ég ætlaði að henda og hún fór bara aftur ofaní tösku þangað til heim var komið en hvað ef ég hefði verið með opna jógúrt? Ekki hefðu umbúðirnar farið beint ofaní í tösku … allavega hefðu margir smellt henni á jörðina hliðiná þessu oftroðna rusli sem engin virðist ætla að losa.
Oft þegar ég er erlendis finnst mér ég sjá ruslafötur hvert sem ég lít – ruslafata með 100 metra millibilli. Þar er maður ótrúlega samviskusamur að henda í ruslafötur vegna þess að maður hendir ekki rusli á götuna þegar þú stendur við hliðina á tómri ruslafötu.
Elsku Ísland, elsku Reykjavíkurborg, elsku miðbær, mér þætti svo vænt um að sjá fleiri, mikið, mikið fleiri ruslatunnur um allan bæ OG að það yrði losað úr tunnunum þegar það kemst ekki meira í þær!!Þá myndi ég ekki einu sinni stelast til að setja eina einustu jógúrtfernu á jörðina við hliðina á stútfullri ruslatunnu.