Á sunnudaginn var afhenti Söguhringur kvenna Kaffitári frábært sögulistaverk sem síðar verður notað í nýjar, litríkar umbúðir fyrir gæðakaffið frá Kaffitári.
Við sama tilefni fagnaði Söguhringurinn fimm ára afmæli sínu en viðburðurinn fór fram í Þjóðminjasafninu. Kaffitár og Kruðerí Kaffitárs og Marion Herrera hörpuleikari spilaði suðræna tóna til að framkalla viðeigandi stemmningu. Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari Söguhringsins og mætti hún að sjálfsögðu í boðið.
Verkið fagra mun hanga á Þjóðminjasafninu fram til jóla en mun í framtíðinn verður það haft á höfuðstöðvum Kaffitárs í Reykjanesbæ.
Forsaga samstarfsins er sú að Kaffitár fékk auglýsingastofuna Hvíta húsið til að koma með tillögur að hönnun á nýjum pakkningum sem áttu að vera litríkar og líflegar eins og þær sem við nú þekkjum. Hugmyndasmiðir Hvíta hússins komu svo með þá tillögu að fá Söguhringinn til að gera nýtt verk, eftir að hafa séð verk þeirra í Ráðhúsi Reykjavíkur (sem var sýnt fyrst í list án landamæra).
Úr varð þetta samstarf en þar sem Söguhringurinn er alþjóðlegur hringur voru margar kvennana að fara í heimsókn erlendis til ættingja yfir sumarið og því ekki hægt að byrja fyrr en eftir miðjan ágúst. Þá byrjuðu þær af miklum ham og kláruðu verkið í tæka tíð. Konur frá öllum heimsálfum tóku þátt og höfðu fæstar þeirra listalegan bakgrunn en launin sem Kaffitár greiðir fyrir verkið fer í að viðhalda starfi Söguhringsins.
Hvert tákn/svæði á myndinni er saga sem hver kona segir en dæmi um sögur á myndinni stóru eru til dæmis Snæfellsjökull með hjarta; viðkomandi er hálf amerísk og ólst upp í Ameríku, við komuna til Íslands flyst hún vestur og hittir mann sinn. Amma hennar segir að jökullinn hafi kallað hana til sín og að hann hafi töframátt.
Bresk kona (Lundi): Lundinn horfir út í heim, getur flogið í burtu frá landinu en gerir það ekki, líkt og konan sem hefur verið búsett hérlendis í yfir 40 ár. Hvert tákn er með svona skemmtilega sögu.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var góð stemmning í Þjóðminjasafninu þennan dag og það verður gaman að koma þangað, virða fyrir sér verkið og fá sér kaffi og kruðerí.
Lestu meira HÉR á Facebook síðu Kaffitárs og meira HÉR um Söguhring kvenna.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.