Árið 1932 setti Philippe Halsmann upp sitt fyrsta myndatökustúdíó í Paris en ljósmyndastíll hans varð mjög fljótt vinsæll og hann einn fremsti portrett ljósmyndari Hollywood.
Halsmann vann mikið með Marilyn Monroe, Salvador Dali og Albert Einstein og birtust ljósmyndir hans í tímaritum Look, Esquire, Saturday Evening Post, Paris Match og Life.
Life tímaritið birti portrett ljósmyndir hans á 101 forsíðum; sem er met fyrir listamann. Árið 1958 var Halsmann valin einn af vinsælustu ljósmyndurum heims en enn í dag eru ljósmyndir hans eftirsóttar og vel þekktar um heim allan.
Ljósmyndirnar eru líflegar eru þessar úr ljósmyndabókinni jump, en þar fær Halmann frægt fólk “til að kasta af sér grímunni og hoppa”.
“When you ask a person to jump, his attention is mostly directed toward the act of jumping and the mask falls so that the real person appears.”
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.