Þann 22 nóvember næstkomandi á skrítlusíðan maniccomics.com 1 árs afmæli en síðan hefur fengið yfir 50 þúsund heimsóknir frá meira en hundrað löndum frá því að hún var opnuð.
Maniccomics.com var hleypt af stokkunum af Hirti Hjartarsyni eftir að hafa setið yfir kaffibolla og tafli með vini sínum Magnúsi Unnar Georgsyni en fóru þeir að ræða um hversu merkilegt það væri að það væru ekki til neinar skrítlur um taflmenn. Í kjölfarið fór Hjörtur að þróa hugmyndina um maniccomics en það sem gerir síðuna einmitt sérstaka er að skrítlurnar byggjast nánast eingöngu upp á taflmönnum og þeim erfiðleikum sem fylgja því að búa á flötu borði skákheimsins, þar sem ekkert er eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera en skrítlurnar byggja að mestu leyti á myndmáli og höfða til allra aldurshópa.
Ef þú vilt fylgjast með maniccomics.com á fésinu smelltu þá hér og fáðu skrítlurnar beint í æð.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=6epPHruRM4g[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.