Árið 1578 var gerð merkileg uppgötvun í borginni Róm á Ítalíu þegar í ljós komu fjöldinn allur af jarðneskum leyfum kristniboða sem höfðu verið jarðsettir þar.
Líklegast væri þetta ekki svo mikið í frásögur færandi ef ekki hefði verið fyrir allt gullið og gimsteinana sem kristniboðarnir eru í dag skreyttir með. Eftir fundinn voru dýrlingarnir úr grafhýsunum meðal annars fluttir víða um Evrópu en aðallega Þýskalands og þar voru þeir ‘dressaðir’ upp og skreyttir með rándýrum gimsteinum, dýrum fatnaði, kórónum og sumir fengu meira að segja á sig hárkollur en allt þetta átti að vera til áminningar um hvað mögulega biði manns eftir dauðann ef maður væri duglegur að fylgja trúnni.
Myndirnar hér fyrir neðan koma úr safni Pauls Koudounaris en hann ferðaðist um alla Evrópu í leit að þessum undarlegu gimsteinabeinagrindum og skrásetti hjá sér niðurstöðurnar.
Hann reyndi að komast að því hvaða einstaklingar þetta voru, hvernig þeir dóu og hvaða fólk stóð svo fyrir þessari undarlegu skreytingu en niðurstöðurnar er allar að finna í bókinni Heavenly Bodies: Cult Treasures and Spectacular Saints from the Catacombs.
Hér má svo sjá brot af myndum í bókinni… magnað!
Via Caveman Circus
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.