Sjónlistamiðstöðin var sett á stofn í ársbyrjun 2012 þegar Listasafnið á Akureyri og menningarmiðstöðin í Grófargili (Listagili) voru sameinuð. Nafnið kemur til af því að stofnunin lætur sig varða allar sjónlistir í víðasta skilningi þess orðs.
Eins og nafnið gefur til kynna eru það helst sjónlistaviðburðir sem Sjónlistamiðstöðin stendur að, þ,e sýningar þar sem gefur að líta myndlist, hönnun, gjörningalist, höggmyndalist, vídeólist o.fl í þeim dúr. Einnig hefur miðstöðin staðið að tónleikum, leiksýningum, útimarkaði og ýmiskonar öðrum uppákomum í samvinnu við fjölmarga aðila.
Þrír sýningarsalir heyra undir Sjónlistamiðstöðina; Listasafnið, Ketilshús og Deiglan og sýndi listakonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir í þeim öllum frá miðju sumri. Gríðarleg aðsókn var að sýningunum og gestir bæði Akureyringar sem og íslenskir og erlendir ferðamenn.
Liðsmenn sjónlistarmiðstöðvarinnar eru bjartsýn á framtíðina eða eins og þau segja ” Það þýðir náttúrulega ekkert annað en að vera bjartsýn á framtíðina. Sá sem ekki er bjartsýnn er þá væntanlega svartsýnn og ef að maður er svartsýnn á maður hugsanlega við þunglyndi að stíða og þarfnast hjálpar.
En hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn, hvorki veðurfréttamaðurinn né völva vikunnar. Sjónlistamiðstöðin hefur verið að gera frábæra og oft á tíðum stórkostlega hluti og mun gera það áfram.”
Á veturna er opið frá kl 13-17 en lokað á mánudögum og þriðjudögum. Allar upplýsingar má finna á heimasíðunni www.sjonlist.is og á Facebook.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.