Vinkona mín og ég vorum á tónleikum í bænum um daginn. Hún var í of háum hælum (algengt vandamál) og við ákváðum því að drífa okkur fyrr af stað. Sökum mikils kulda fundum við út að við urðum nauðsynlega að hlýja okkur og þar sem Thorvaldssen var næsti staður fórum við þar inn.
Thorvaldssen er nú ekki staður sem ég fer inná venjulega, enda er ég langt undir meðalaldri þar á venjulegum kvöldum.
Eftir skamma stund komu tveir herramenn og buðu okkur uppí dans. Við fengum vægt sjokk, enda tíðkast þetta ekki í dag! Við þáðum það og dönsuðum salsa næsta hálftímann alveg eins og hálvitar (því við vissum ekkert hvað við vorum að gera!) en höfðum rosalega gaman af!
Mér fannst skemmtilegt “menningarsjokk” að láta bjóða mér upp í dans. Herrarnir eru ekki með neinn perraskap eða dólgslæti enda eru þeir bara komnir til að DANSA!
Salsa kvöld eru haldin á hverju fimmtudagskvöldi á Thorvaldssen, ég hvet þig til að kíkja, jafnvel þótt þú ætlir bara að horfa á.
Svo ef þú villt mæta á staðinn vel undirbúin getur þú æft Salsa m.a hjá Kramhúsinu.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.