Nördinn í mér hoppaði áðan þegar mér var send mynd frá borginni Ekaterinburg í Rússlandi þar sem búið er að gera minnismerki fyrir QWERTY lyklaborðið.
Hver og einn steinn er með tölustaf, bókstaf eða tákni eins og er á alvöru lyklaborði en þegar ég sá myndina fyrst var eins og þetta væru steinar sem eru dreifðir hingað og þangað um grasflötina en fljótlega áttaði ég mig á því að þetta væri lyklaborð!
Ótrúlega töff!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.