Þú kannast við týpuna sem er alltaf að setja sambands-statusa á FB. Statusa sem eiga að minna heiminn á hvað hún er í frábæru sambandi og eigi frábæran mann og hvað þau séu frábærlega hamingjusöm.
Hvað með að taka þetta skrefinu lengra og byrja bara að blogga með makanum?
Á Guardian er skemmtileg grein um þetta mál en þar segir m.a. frá Naomi og Josh Davis. Þau eru Bandarískt par sem bloggar um sitt frábæra líf en bæði eru mormónar sem búa í Washington. Reyndar frekar hipp og kúl mormónar en engu að síður mormónar sem hvetja fólk til að átta sig á þeirra frábæra samlífi. Þau byrjuðu árið 2007 og eiga nú lesendahóp sem teygir sig um allann heim. Lesendahóp sem kommentar á allt, meira að segja myndir af augnhárum barnsis þeirra (sem er reyndar með fín augnahár).
Blogg þetta er gríðarlega vinsælt og þau Naomi og Josh eru komin með allskonar sponsora og auglýsingar. Blogginu mætti þannig líkja við raunveruleikasjónvarp en bara rómantískara og með svona dísætu, rómantísku Cup Cake yfirbragði (allar myndirnar eru *instagrammaðar og *hipstamaticaðar).
EKKERT BLOGGPAR Á ÍSLANDI
Svo eru það pínulítið meira spennandi blogg eins og Tom eats Jen cooks en þar blogga parið Tom og Jen af áfergju um mat. Þau hafa flækst um allann heim og búa nú í Hong Kong en hún er amerísk og hann breti. Þau gagnrýna veitingastaði og fjalla um mat og eldamennsku af ástríðu og bloggið þeirra er bæði vel sett upp og skemmtilegt.
What Katie Wore er síðan annað frekar fyndið blogg. Þar skrifar hann en hún pósar í nýrri múnderingu á hverjum degi en saman settu þau sér það markmið að finna á hana ný föt á hverjum degi, 365 daga ársins. Ég veit ekki alveg hvað skal segja um fötin en tek viljann fyrir verkið.
… og þá er bara að bíða eftir skemmtilegu íslensku bloggpari sem vill leyfa þjóðinni að gægjast inn fyrir dyrnar.
(**viðbætur í iPhone síma sem gera myndir gamaldags og smart)
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.