Árið 1963 var listamaðurinn Andy Warhol fenginn til að myndskreita grein í Harpers Bazaar um samtímalist. Andy brást við með því að mæta með stafla af ljósmyndum sem voru teknar í gamaldags ljósmyndakassa og notaði þær til verksins.
Myndirnar voru af listafólki og vinum hans, sem voru meira eða minna að sinna hverskonar listum.
Síðar komu myndirnar út í skemmtilegri ílangri bók sem fékk einfaldlega nafnið Photobooth enda var Andy verulega upptekin af þessum myndakösssum… og fólkinu, vinum hans sem settust þar inn til til að pósa.
Bók þessi kostar nú um 300.000 kr á Amazon... svona ef þig langar að splæsa og þar finnurðu m.a skemmtilegar myndir af eftirlætinu hans Andy henni Edie Sedgewick sem sést hér í skemmtilegu viðtali tala um mömmu sína og pabba og hvernig þau tóku því þegar hún sagðist ætla að byrja að vinna fyrir sér sem fyrirsæta.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=xe1qWteeEhk[/youtube]
Persónulega hef ég alltaf verið voðalega skotin í svona Photobooth myndum og á gott safn heima frá því í gamla daga þegar myndirnar í kössunum voru teknar á Polaroid filmu.
Þessu er ekki að heilsa í dag en aftur á móti er hægt að fá ótrúlega skemmtilegar “applications” eða viðbætur í t.d. símana 0g þannig getur þú tekið ljósmyndakassamyndir sem eru bæði svalar og fallegar. Svo má auðvitað stækka þetta upp úr öllu og gera eitthvað skemmtilegt. Ramma inn, láta prenta á hurð eða hvað sem er…
Smelltu HÉR til að finna Photobooth ‘app’ í iPhone símann þinn, iPad eða aðrar græjur.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.