Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar ekki að stjórna Eurovision þættinum Alla leið í næsta sinn en hann hefur notið vinsælda á RÚV undanfarin ár.
Þar skeggræddu þau Palli, Guðrún Gunnars, Reynir Þór og Dr. Gunni það sem á gekk í keppninni og með því var hitað upp fyrir stóru stundirnar.
Samkvæmt Fréttablaðinu segir Páll Óskar að undirbúningurinn hafi tekið mikinn tíma en hann langi ekkert sérstaklega að verða dagskrárgerðarmaður. Frekar langi hann að vera í hljóveri að taka upp tónlist.
Þá leiðum við hugann að því hvort hann langi ekki bara aftur út að keppa?! Flestir eru sammála um að Páll Óskar myndi gera rosalega gott mót fyrir Ísland í Eurovison og í raun vonumst við mörg til þess að hann skelli sér aftur.
En þá gæti hann auðvitað ekki verið með partýkvöldið sitt á NASA sem er svo aftur annað mál.
Spurning samt hvort við hvetjum ekki Jónsa í Sigurrós til að hafa samband við Palla til að leyfa honum að heyra lag sem hann á að hafa samið sérstaklega fyrir Pál og keppnina (eða svo segir sagan).
Lagið yrði örugglega forvitnilegt, jafnvel gordjöss — enda tveir flottustu tónlistarmenn landsins þeir Páll Óskar og Jónsi.
Hvað segið þið? – LÆK?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.