Svartir sunnudagar í Bíó Paradís hafa heldur betur slegið í gegn og hefur aðsóknin verið framar öllum vonum undanfarin sunnudagskvöld, þar sem aðstandendurnir Hugleikur Dagsson, Sjón og Sigurjón Kjartansson hafa staðið fyrir sýningum á ýmiskonar Költ myndum.
Þeir félagar hafa nú fengið Pál Óskar Hjálmtýsson til liðs við sig og ætlar hann að halda sérstakt Tod Browning kvöld, þann 25 nóvember n.k. Sýningin samanstendur af Tod Browning myndum úr 8 millimetra filmusafni Páls Óskars, en þar standa uppúr 17 mínútna útgáfa af Dracula frá 1931 og svo hin umdeilda og marg-bannaða Freaks sem sýnd verður í fullri lengd en þar segir frá ‘furðufuglum’ sem vinna saman í Sirkus.
Páll mun einnig halda smá tölu um hinn rómaða meistara Tod Browning sem var gerður útlægur úr Hollywood eftir að hann gerði hina umdeildu Freaks, sem fjallar um líf og ástir fólks sem starfar í sirkus.
Spurning um að draga ömmu í bíó á Sunnudaginn? Ha?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.