Ljósmyndarinn Nick Brandt tók þessar ljósmyndir af steingerðum dýrum sem hann fann við vatn í Tansaníu. Vatnið er mjög eitrað og steingerir þau dýr sem falla í vatnið og skolar þeim svo upp á strönd.
Nick er ljósmyndari sem ljósmyndar eingöngu í Afríku en hann byrjaði á því eftir að hafa leikstýrt myndbandi Michael Jacksons við “Earth Song” í Tansaníu sem hann heillaðist af heimsálfunni og lífríkinu sem er þar að finna.
Takmark hans er að ná ljósmyndum af dýralífinu í Afríku sem einskonar síðasta vitnisburð um hvernig því hafi verið háttað áður en það verður eyðilagt af manninum.
Nýjasta verkefni Nicks er trílógía af ljósmyndabókum, On This Earth(2005), A Shadow Falls (2009) og Across the Ravaged Land (2013).
Í þeirri seinustu eru myndir af steingerðu dýrunum sem Nick fann alveg óvart þar sem þeim hafði skolað upp við vatnið í Tansaníu og stillti þeim upp til að taka af þeim þessar fallegu en jafnframt skelfilegu myndir.
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.