Ítalski ljósmyndarinn Gabriele Galimberti’s ferðaðist heimshornanna á milli þegar hún vann að þessari frábæru seríu sem sýnir ömmur með þeirra eftirlætis rétti…
…eða kannski réttina sem börn og barnabörn elska hvað mest. Gabriele fór allt í allt til 58 landa til að taka þessar frábæru myndir sem sýna fjölbreytileikann í menningunni, karakter kvennanna, hlýjuna og síðast en ekki síst máltíðirnar sem flestar væri mjög gaman að smakka. Á myndinni að ofan er sænsk amma með lax og ferskt grænmeti, eitthvað sem við könnumst við en hér fyrir neðan koma svo ýmsir forvitnilegir réttir.
Armenía, Tolma (Nautakjöt og hrísgrjón vafið í vínberjalauf)
Ítalía (Svissneskur ostur og ricotta ravioli með kjötsósu)
Philippines, Kinunot (Hákarl í kókossúpu)
Kenya, Mboga og Orgali (Polenta með geitakjöti og grænmeti)
Líbanon, Mjadara (Hrísgrjón og linsur í rjómasósu)
Malaví, Finkubala (Lirfur í tómatsósu)
Lettland, Silke (Síld með kartöflum og kotasælu)
Indland (Kjúklingur Vindaloo)
Marokkó, Bat Bot (Berber brauð bakað á pönnu)
Kína, Hui Guo Rou (svínakjöt með grænmeti)
Zanzibar, Wali, Mchuzina Mbogamboga (Hrísgrjón, fiskur og grænmeti í grænni mangó sósú)
Haítí (Lamb í kreóla sósu)
Cayman eyjar (Honduran Iguana eðla með hrísgrjónum og baunum)
Bólivía, osta Humacha (Grænmeti og fersk ostasúpa)
Simbabve, Sadza (Hvít maísstappa með graskerjum elduðum í hnetusmjöri.)
Myndir GabrieleGalimberti.com

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.