Skrítinn fyrirsögn? Ekki fyrir 65 árum, eða árið 1947, því þá þóttu það undur og stórmerki þegar tókst að prenta ljósmyndir með góðum árangri á textíl.
Svo merkilegt þótti afrekið að tímaritið LIFE birti margra blaðsíðna grein um þá óteljandi möguleika sem skapast þegar ljósmyndir eru prentaðar á annað en ljósmyndapappír. Til dæmis á kjóla, lampaskerma, gluggatjöld og sitthvað fleira…
Í dag þykir þetta ekki merkilegt lengur, eins og svo margt anna, og ótal fyrirtæki sérhæfa sig í að prenta á boli, penna, skálar, bolla og svo mætti lengi telja.
En hugmyndirnar sem komu í kollinn á fólki þegar þessi tæki var splúnkuný eru ansi skemmtilegar eins og sjá má á myndunum. Hver myndi ekki vilja eiga kjól með eigin andliti… brosandi hringinn – í orðsins fyllstu merkingu?! Hmm?
Kíktu hér á myndasafn af tækniundri nútímans árið 1947… skrítið og skemmtilegt.
________________________________________________________________
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.