Listamaðurinn Tolli kynnti á dögunum í samstarfi við Epli.is og Eddu útgáfu listaverkabókarinnar Landslag hugans fyrir iPad.
Bók Tolla er fyrsta listaverkabókin fyrir iPad og því stórt skref stigið til að opna þessa rafrænu veröld fyrir íslenskri menningu.
Aðspurður svaraði Tolli að hér væri komin listaverkabók á rafheima en þetta form býður upp á mikla möguleika fyrir listamenn. Þarna opnast því stór markaður út á við því iPad 2 rafbókin er léttari en stór listaverkabók og einnig gerir baklýsingin á skjánum það að verkum að listaverkin njóta sín vel.
Hálfgert iPad 2 æði virðist hafa náð tökum á Íslandi og erlendis hafa birgðir af Ipad2 hreinlega selst upp og langir biðlistar eftir þessarri ómissandi græju. iPad hefur heillað marga enda nett og skemmtileg hönnun. Mikið töfratæki sem er orðið ómissandi á heimilum en iPad 2 er þynnri og léttari en fyrirrennarinn og troðinn nýjum eiginleikum með allt að tíu klukkustunda rafhlöðuendingu. iPad 2 er algjörlega endurhönnuð og 33% þynnri og allt að 15% léttari en fyrri kynslóð af iPad. iPad 2 er með nýjan tveggja-kjarna A5 örgjörva frá Apple sem skilar mun meiri afköstum í hraða og grafík en áður. Þar að auki hefur hann að geyma tvær innbyggðar myndavélar, ein að framanverðu fyrir FaceTime® og Photo Booth® og ein að aftan sem getur tekið upp hreyfimyndir í háskerpugæðum (720p).
Við þekkjum flest öll eplafyrirtækið sem Forrest Gump fjárfesti í á sínum tíma, eplafyrirtækið hans hefur svo sannarlega vaxið og dafnað í gegnum tíðina og er án efa orðið eitt eftirsóttasta merkið á markaðnum en iPad2 er verulega meðfærilegt og stórskemmtilegt tæki sem hentar allst staðar og fyrir alla í fjölskyldunni.
Viltu lesa meira um ipad 2 smelltu þá HÉR.
Ljósmyndir úr boði: Díana Bjarna
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.