Ein er sú setning sem maður heyrir æ oftar í daglegu tali. Hún er ‘eigðu góðan dag’.
Ég fæ alltaf pirringshroll þegar ég heyri þetta. Setningin er því miður bjöguð og kjánaleg þó meininigin sé auðvitað bæði góð og falleg. S
etning þessi er augljóslega beinþýdd upp úr ensku og hefur skotið hér rótum en því miður hefur þetta orðasamband á ensku ekki sömu ’tilfinningu’ á íslensku.
“Have a nice day” hljómar nefninlega mun betur þar sem orðið “have” er með aðra merkingu á ensku.
Þannig myndi t.d. setning á borð við: “Ég á tilfinningu að það verði gott veður” hljóma afar furðulega meðan “I have a feeling the weather will be good ” hljómar mun betur. Hinsvegar er alveg hægt að segja að maður “Hafi eitthvað á tilfinningunni”.
En ekki er öll von úti! Það er jú til miklu fallegri og betri leið til að óska fólki góðrar stemmningar yfir daginn. Hún er:
Njóttu dagsins!
Hún er ekki bara rétt og góð heldur eru skilaboðin mun skýrari en þegar einhver óskar manni þess að “eiga góðan dag”. Svo má líka segja “Hafðu það gott í dag” eða bara “Gangi þér vel í dag”.
Núna óska ég þér þess hinsvegar að þú hafir það gott í dag og njótir kvöldsins! (í stað þess að eiga það gott) 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.