MINI POPS: Á níunda áratug síðustu aldar þótti krökkum fátt heitara en hljómsveitin Mini Pops sem samanstóð af krakkahóp sem tók cover útgáfur af vinsælum popplögum.
Á Íslandi kallaðist eftirhermubandið Rokklingarnir.
Við rákumst á lítið Mini Pops myndband. Ósjálfrátt koma upp pælingar um hvort þetta þætti ekki full svona… eitthvað… yfir strikið í dag? Svona eins og g-strengur fyrir börn. Kafmálaðar smástelpur í ástartrans á barnum með leðurtöffurum? Það er spurning?
Hér eru MiniPops með atriði úr Grease í miklu stuði á súlunni (afsakið léleg myndgæði):
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.