…
Ég átti lengi í miklu ástar og haturs sambandi við Reykjavík.
Einhvernvegin þoldi ég ekki borgina um leið og ég elskaði hana líka. Ég er svo mikið borgarbarn að Reykjavíkin hefur eiginlega ekki verið nóg fyrir mig en síðan ég flutti í miðbæinn fyrir rúmum tveim árum hefur mér þó fundist hún heldur skárri. Þá fæ ég menninguna meira beint í æð. Hérna eru nokkrir af mínum uppáhalds stöðum í 101 Reykjavík:
1. Kaffi Babablú
Yndislegt og skrautlegt kaffihús við Skólavörðustíg sem ég fer nokkuð oft á, enda ekki nema þrjár mínútur frá húsinu mínu. Þar er rosalega heimilislegt og kósý. Hægt að fá smárétti eins og panini og eplaköku á nokkuð góðu verði. Svo eru skemmtilegar svalir þar sem er gaman að sitja úti á í góðu veðri og horfa á gesti og gangandi. Hér getur þú orðið FB vinur Babalú.
2. The Deli
Pínulítill krúttlegur staður á Laugaveginum (nálægt Prikinu) – Þar er hægt að fá pizzur, pasta og fleira. Pizzurnar þeirra eru algjört nammi! Með klettasalati, papriku, rjómaosti og hnetum! Hver sneið kostar um 400 kr. Lang besta “hrað-pizza” í bænum! Heimasíða DELI...
3. Kofinn
Eða heitir það ennþá Kofi Tómasar frænda? – Góður staður til að kíkja á með vinkonum í eitt vínglas á virkum kvöldum. Alltaf kósy, róleg tónlist og gott andrúmsloft.
4. Lucky records
Lítil plötubúð staðsett á Hverfisgötu. Þar má finna alkynns gersemar! Gamlar og nýjar plötur, geisladiska og DVD myndir. Svo er hann frekar ódýr. Allar notaðar DVD myndir og notaðir geisladiskar á 500 kr. Alltaf gaman að kíkja þangað. Hér er FB síðan þeirra með meira en 3000 fans.
5. Spútnik fatamarkaðurinn
Staðsettur beint á móti Hlemmi í kjallara. Það er alltaf hægt að finna eitthvað hjá þeim. Maður þarf kannski að gefa sér smá tíma. Mjög góð verð og ég finn oftast eitthvað flott á spottprís. Heimasíða Spútnikk...
6. Hressó
Bruchetta á Hressó er eitt það besta sem ég fæ. Hressó er gott fyrir reykingarfólk þar sem er hægt að sitja úti allan ársins hring. Alltof dýr staður hinsvegar. 500 kr. fyrir gosglas er bara aðeins of mikið!
Svo auðvitað allt það klassíska: Kolaportið, Bæjarins bestu, Mál og menning, Hornið og svo mæti lengi telja… Reykjavík er satt best að segja nokkuð yndisleg borg. Stundum tekur bara smá tíma að læra elska hana…
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.