Meistaramánuður hófst í gær, 22 október. Þetta eru 30 dagar þar sem þáttakendur leitast við að ögra sjálfum sér líkamlega og andlega í átt að betri lífsstíl.
Upphaflega var hugmyndin þessi:
“Meistaramánuðurinn felst í því að þátttakendur vakna fyrr, og hreyfa sig ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra daga. Við leggjum upp með að fólk skori á sjálft sig og leitist við að sigra sjálft sig í raunum mánaðarins. Lagt er upp með að þátttakendur neiti sér um áfengi þessa 30 daga og innbyrði fyrst og fremst fæðu sem mannslíkaminn er skapaður til þess að neyta, svokallað hellisbúafæði (e. paleo diet). Með því að vakna fyrr munu þátttakendur koma fleiru í verk heldur en náunginn. Þar af leiðandi líður þátttakenda eins og meistara, þú hefur jú sigrað samborgara þína og sjálfan þig.”
Margir þeir sem hafa skráð sig í þáttöku hafa breytt þessum forsendum líttillega og bætt við forsendum.
Sjálf gleymdi ég að meistaramánuður hófst í gær, og margir myndu eflaust taka því fegins hendi að hafa “misst af” þessu, en ég ætla bara að byrja í dag, degi of seint og sjá hvort ég hafi styrkinn til að halda þetta út og get kallað mig meistara eftir mánuð.
Markmið mín eru þessi:
Hreyfing:
- Fara í ræktina minnst 3 í viku og hreyfa mig þess fyrir utan daglega í amk. hálftíma.
- Prufa eitthvað nýtt sem tekur mig útfyrir þægindaramma minn í hverri viku ( t.d.bootcamp æfing, klifurvegg, kickbox, sjósund, brimbretti).
- Leggja bílnum nema í neyð og ganga ferða minna.
Mataræði:
- Taka út hveiti og sykur.
- Borða óunna matvöru, fisk, lífrænt kjöt, grænmeti, ávexti, hnetur og ber.
- Halda mjólkurvörum í lágmarki og hafa þær þá lífrænar.
- Muna að taka vítamínin mín og bæta við magnesíum og D-vítamíni.
Andleg heilsa:
Ég er svo heppin að vera bæði að byrja í nýrri vinnu og vera á lokametrunum í rannsóknarverkefni sem ég þarf að skila skýrslu vegna 1 desember svo ég þarf að vera mjög skipulögð til að klára á réttum tíma:
- Setja upp verkáætlun og skipulag hvern dag og fylgja því.
- Skipta neikvæðum hugsunum út fyrir jákvæðar og uppbyggilegar.
- Fylgja hugsjónum mínum í dýra-og náttúruvernd og lifa samkvæmt sjálfri mér.
- Koma fram við alla af virðingu og kærleik hvernig svo sem þeir kunna koma fram við mig.
Persónulega hefur mér tekist best að fylgja markmiðum mínum þegar ég hef skipulagt hvern dag fyrirfram.
Að halda matardagbók veitir mér einnig aðhald, það er erfiðara að svindla ef maður þarf að skrá allt niður og sýna einhverjum öðrum, það getur verið maki eða vinur sem er með manni í átakinu eða einkaþjálfari ef maður er svo heppin að hafa hann.
Svo er gaman að segja frá því að á morgun munu Pjattrófurnar birta nýja æfingar -og lífstílsáætlun sem við köllum VEKTU LÍKAMANN. Áætlunin er unnin í samstarfi við Guðbjörgu Finnsdóttur einkaþjálfara og íþróttakennara, Sollu Eiríks (matur) og Sóley Elíasdóttur hjá Sóley Organics.
Þá verður hægt að nálgast matar og æfingaprógrömm á síðunni ásamt því að skoða kennslumyndbönd og lesa fjölbreyttan fróðleik. Þetta ætla ég að nýta mér í meistaramánuðinum og skora á ykkur að gera það líka!
Svo er gaman að segja frá því að á morgun munu Pjattrófurnar birta nýja æfingar -og lífstílsáætlun sem við köllum VEKTU LÍKAMANN. Áætlunin er unnin í samstarfi við Guðbjörgu Finnsdóttur einkaþjálfara og íþróttakennara, Sollu Eiríks (matur) og Sóley Elíasdóttur hjá Sóley Organics.
Þá verður hægt að nálgast matar og æfingaprógrömm á síðunni ásamt því að skoða kennslumyndbönd og lesa fjölbreyttan fróðleik. Þetta ætla ég að nýta mér í meistaramánuðinum og skora á ykkur að gera það líka!
Og þá er bara að hefjast handa, þið sem ekki hafið skráð ykkur en hafið áhuga getið gert það hér!
Gangi ykkur vel!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.