Franski ljósmyndarinn Sébastien Lifshitz hefur til fjölda ára verið hugfangin af gömlum ljósmyndum.
Hann hefur í þessari ástríðu sinni safnað gömlum myndum sem hann kaupir meðal annars á flóamörkuðum og bílskúrssölum um heiminn en enginn fengur hefur verið jafn verðmætur og þetta albúm. Sébastien átti varla til orð þegar hann skoðaði myndirnar:
„Þetta var bara enn ein ferð mín á flóaamarkað. Þar finn ég þetta albúm sem virðist hafa tilheyrt samkynhneigðu pari en flestar myndirnar eru frá því eftir 1920.“
Samkynhneigð er víðast hvar enn ekki opinberlega viðurkennd og víða í heiminum er þetta refsivert athæfi. Ekki er lengra síðan en nokkur ár að hún var hreinlega ólögleg á sumum vesturlöndum og þetta var eitthvað sem fólk hafði í felum. Fór mjög leynt með.
Það er því stórmerkilegt í raun að sjá þessar myndir af samkynhneigðum körlum og konum sem sýna ást sína hvort á öðru án skammar, á ljósmyndum, frjáls og óheft…
Í kjölfarið ákvað Sébastien að gera heimildarmynd um hvernig lífið var fyrir samkynhneigða í Frakklandi á síðustu öld.














Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.