Julie Blackmom er elst níu systkina. Hún er líka atvinnuljósmyndari og móðir þriggja barna.
Stressið, ringulreiðin og þörfin til að “eiga sinn tíma” í einrúmi eru hlutir sem allir foreldrar kannast við og urðu hugarefni Julie í myndaseríu sem hún kallar “Domestic Vacations”.
Hún segir í viðtali að barátta okkar í dag gangi mikið út á strögglið við að láta hlutina ganga upp þegar börnin koma í spilið.
Þá þarf að sinna þörfum barnanna, skutla þeim á fótboltaæfingu, í afmælisveislur, í skólann, leikskólann, til læknis, sinna matartímum, kaupa inn og sinna makanum ásamt því að vinna heilan vinnudag.
Allt tekur þetta tíma og skipulag og það vita flestir sem eiga börn að þegar þau koma í heiminn þá breytist stofan, eldhúsið og önnur rými í leiksvæði barna.
Að finna sitt eigið “me time” er algert púsluspil og lúxus eins og sumar myndanna sýna mjög vel. Þar er mamman að slaka á og horfa á eina svarthvíta bíómynd liggjandi í grænum hægindastól, með nýlakkaðar táneglur og pappír á milli tánna -börnin eru komin upp um alla veggi -fín slökun það.
Á myndunum þá leikur hún sér örlítið með þetta hugtak og er gaman að skoða myndirnar.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.