Á tíunda áratug síðustu aldar geysaði stríð hjá rússnesku mafíunni og meðlimir hennar stráfelldu hver annann á stuttum tíma.
Svo mikil var vargöldin hjá þessum mönnum að fyrrum meðlimur FBI hafði á orði að rússneska mafían hefði á þessum tíma verið stærsta ógnin við Bandaríkin, enda höfðu þeir gríðarlegt fjármagn milli handanna, sterk tengsl inn í stjórnsýsluna (svo vart mátti á milli sjá) og hart var barist um völd sem teygðu sig um víða veröld.
Verandi mafíósar þá sættu þeir sig ekki við einhverja hversdagslega legsteina. Ó nei. Heimurinn mátti vita að þar hefðu farið menn með auð og völd. Mercedes Benz var augljóslega eftirlætis ökutæki á þessum tíma og oft voru karlarnir standandi fyrir framan bílana á þessum legsteinum. Merkilegt þykir mér að bílnúmerin voru höfð með ásamt allskonar smáatriðum, alveg niður í sígarettu og áfengistegundir. Kannski til að auka á raunsæið en myndirnar eru gerðar eftir ljósmyndum.
Vitanlega eru þessir legsteinar jafn háir mönnunum, annars væri þetta ekki raunverulegt. Eða hvað? Ekki gæti ég hugsað mér að verða innlyksa í svona kirkjugarði um nótt! Sælir strákar…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.