Þetta er að líkindum með skrítnustu íþróttum í heimi.
„Bubble Baba“ keppnin hófst í St. Pétursborg fyrir nokkrum árum og fara vinsældir hennar sívaxandi en hér keppa konur og menn í einskonar flotsundi með uppblásnar kynlífsdúkkur niður straumharða á! Frekar fyndið.
Keppnin er ekki formleg og líklegast verður þetta sport aldrei tekið fyrir á Ólympíuleikum en engu að síður er þetta gríðarlega vinsæll hluti í röð fjölbreytta vatnaíþrótta sem árlega fara fram í borginni. Einstaklega ‘verslunarmannahelgarlegt’ uppátæki.
Synt er heilan kílómeter í miklum straumþunga og sá eða sú vinnur sem kemst fyrst í mark. Taraaa…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=QmJwn24YXqQ[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.