Kynfræðsla fer fram með mismunandi hætti um allan heim. Í Kína finnst þeim hentugt að nota tuskudúkkur.
Þá eru dúkkurnar notaðar til að sýna börnum hvernig mannfólkið er búið til og hvernig það kemur í heiminn. Það er alveg spurning hvernig þetta myndi leggjast í íslenska krakka. Hefði örugglega alveg slegið í gegn hjá foreldrum 1975 en árið 2011 fengju íslensk skólabörn hugsanlega kast. Þau hafa jú séð Youtube.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.