Það fer ekki mikið fyrir spéhræðslu í kvennaliðinu í rúgbý við Oxford háskóla, þá virtu stofnun.
Karlaliðið skólans hefur árlega gefið út dagatal þar sem þeir sitja fyrir fáklæddir en í ár ákváðu þær stelpur að nú væri kominn tími á eitt slíkt frá þeim.
Íklæddar fótboltasokkum einum fata voru þær myndaðar í bak og fyrir eins og sjá má hér.
Með dagatalinu vonast þær til þess að vekja áhuga á kvennaliði rúgbý svo segja má að Miley Cyrus er greinilega ekki sú eina sem er meðvituð um að nekt selur.
Hvert dagatal kostar litlar 2000 krónur og mun ágóðinn renna til herferðarinnar Mind Your Head innan Oxford háskóla, sem er herferð til þess að vekja athygli á geðrænum vandamálum.
Þær skilja ekki mikið eftir fyrir ímyndurnaraflið þessar – ó nei.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com