Við Austurstræti 10 er lítið fallegt íslenskt hús sem lætur lítið á sér bera en þegar maður gengur inn í húsið þá er það eins og að koma inn í ævintýraheim.
Þegar ég er í útlöndum finnst mér ofsalega gaman að fara inn í súkkulaðibúðir og einhverra hluta vegna þá hef ég haldið að það væri engin alvöru súkkulaðibúð til á Íslandi, en um daginn fann ég eina.
Ég gekk inn í Kraum leit til vinstri og hvað haldið þið að ég hafi séð ?
Súkkulaði, meira súkkulaði og enþá meira súkkulaði! Ég tók upp símann, sendi Margréti “pjattrófu” SMS og sagði “Ó mæ god, I’m in heaven”.
Eftir að hafa fengið að smakka hjartasúkkulaði, ljóst súkkulaði, dökkt súkkulaði, hvítt súkkulaði og súkkulaðikavíar ákvað ég að skoða hvað Kraum hafði meira upp á að bjóða og kom það mér heldur betur á óvart.
Ég gat ekki hætt að taka myndir af öllum þeim fögru hlutum sem ég sá, kerti, barnaskór úr roði, glös, bollar, skartgripir, klæðnaður, hálsmen, töskur, matvara allt svo undurfagurt gert af íslenskum hönnuðum.
Kraum er nýja uppáhaldsbúðin mín og þangað fer ég pottþétt þegar mig vantar gjöf eða langar að kaupa eitthvað fallegt.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.