Konur eru hægt og rólega að öðlast meiri völd í heiminum og hefur hið þekkta Forbes tímarit tekið saman lista yfir þær valdamestu í heiminum í dag.
Af þeim 100 konum sem skipa listann hjá Forbes eru þessar í topp fimm sætunum…
#1 Angela Merkel: Kanslari Þýskalands síðan 2005. Hún er með doktors-og meistaragráðu í raunvísindum. Merkel er meginstoð Evrópusambandsins en framtíð evrunnar hvílir á herðum hennar. Evrópusambandið vann friðarverðlaun Nóbels 2012.
#2 Hillary Clinton: Utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún er með lögmannspróf frá Yale og með B.A.-gráðu í listum-og vísindum.
#3 Dilma Rousseff: Forseti Brasilíu og fyrrum byltingarsinni. Í starfi sínu sem forseti leggur hún áherslu á frumkvöðlastarf og stofnun sprotafyrirtækja. Rousseff er með B.A.-gráðu í listum-og vísindum.
#4 Melinda Gates: Bandarísk kaupsýslukona og mannvinur sem er ásamt eiginmanni sínum, Bill Gates, formaður stærsta styrktarsjóðs í heimi. Hún er með meistaragráðu í viðskiptum.
#5 Jill Abramson: Ritstjóri New York Times. Abramson er fyrsta konan sem hefur hlotið þennan titil í 160 ára sögu blaðsins. Hún er með B.A.-gráðu í listum-og vísindum frá Harvard.
Einnig komust Lady Gaga, Beyoncé Knowles, Oprah Winfrey, Diane Sawyer, Elísabet Englandsdrottning II og Ellen DeGeneres á listann svo einhverjar séu nefndar…
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.