Ég rakst á þessa skemmtilegu gömlu myndasyrpu af “konum framtíðarinnar” en myndirnar eru síðan árið 1902.
Eins og sjá má gerðu frakkar ráð fyrir því að menningarmunur á milli karla og kvenna myndi minnka eitthvað í framtíðinni en allar þessar konur eru sýndar í hefðbundnum karlhlutverkum þess tíma. Lítið um kvenkyns borgarstjóra eða stjórnmálafólk fyrir um 120 árum.
Skemmtilegar myndir margar og ekki síður klæðaburðurinn, korsilett, pípuhattur, stórar slaufur og flottar kápur. Ég væri sko alveg til í þetta.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.