Þetta verður ein fyrir sögubækurnar, sýningin sem sett er upp fyrir þennan veturinn í The Musee D’Orsay í París en þar verður karlmennskan heiðruð í öllu sínu veldi.
Yfirleitt er það nakinn kvenlíkaminn sem málaður er á striga og hangir í öllum söfnum en í þetta sinn munum við konur (og já líka þeir karlmenn sem áhuga hafa) geta farið og dást að dýrðinni. “The Nude Man in Art From 1800 to the Present Day” verður opin til 2. janúar 2014 en HÉR má finna heimasíðu safnsins.
Í galleríinu hér að neðan gefur að líta sýnishorn af því sem verður á sýningunni. Mögulega ástæða til að skella sér til Parísar?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.