JK Rowling hefur staðfest að hún sé að skrifa nýja bók.
Bókin fjallar að þessu sinni ekki um Harry Potter og félaga, og er ekki barnabók. Hún segir að bókin verði mjög ólík sögunum um Harry Potter.
Rowling hefur þó ekki gefið Potter aðdáendur upp á bátinn. Nýverið lét hún opna nýja vefsíðu, www.pottermore.com þar sem hægt er að fá upplýsingar um töframanninn og félaga hans ásamt meira lesefni.
Að JK Rowling skuli nú hafa staðfest það að hún vinni að nýrri bók kemur aðdáendum hennar talsvert á óvart þar sem hún sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í fyrra að nú væri hún hætt að skrifa skáldsögur. Þá sagði hún “Það var gaman meðan á því stóð”.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.