Í tilefni af Bóndadeginum í gær skelltum við okkur hjúin ásamt unglingnum á heimilinu á tónleika með Sinfoníuhljómsveit Íslands á sannkallaða Bond-veislu þar sem helstu smellirnir úr myndunum voru spilaðir.
Fram komu ótrúlegir söngvarar og var magnað að heyra Pál Óskar, Valgerði Guðnadóttur, Sigríði Thorlacius úr Hjaltalín, Siggu Beinteins, Ingu Stefánsdóttur , Jóhönnu Vigdísi og Eyþór Inga Gunnlaugsson syngja lögin en ég held ég geti fullyrt að Eyþór hafi algjörlega átt salinn þegar hann tók lagið Live and Let Die og var hann alveg svakalegur á sviðinu.
Sinfonían fékk mig til að verða tilfinningasama þegar hún tók Octopussy og hríslaðist um líkamann á mér gæshúð og ég þurfti að halda aftur að mér að fella ekki tár.
Sigga Beinteins var mögnuð þegar hún tók sín lög og að mínu mati var hún og Eyþór langbest á sviðinu. Reyndar hefur Jóhanna Vigdís verið lengi í uppáhaldi hjá mér sem söng- og leikkona þannig að ég varð svo ánægð þegar hún steig á sviðið og tók lagið.
Í kvöld verða aukatónleikar og skylst mér að það séu sæti laus, en ég mæli klárlega með þessum tónleikum og enginn ætti að láta þá fram frá sér fara.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.