Blaðakonan Marina Khoros á í ‘haltu mér slepptu mér’ sambandi við allt sem franskt er.
Hún er heimspekilega þenkjandi, er yfir sig hrifin af niðurmjóum gallabuxum og heldur úti frábærum vef, DbagDating þar sem hún skrifar um franska stefnumótamenningu, sem getur oft á tíðum verið snúin.
Marina er líka gestapenni hjá Vogue. Í nýlegri færslu skrifar hún um ræktarfatnað franskra kvenna – Þægilegt, ekki spandex-að: Hvernig á að klæða sig fyrir ræktina eins og Parísarbúi.
Á meðan margar amerískar konur leita til Kim Kardashian fyrir innblástur leita franskar konur meira í þægilegan, lausan fatnað. Innblásturinn kemur t.d. frá tískugoðinu Caroline de Maigret.
Franskar konur leita sem sagt meira í stílhrein þægindi heldur en að sýna vöxtinn þegar þær fara í ræktina.
Reyndar eru frönsk ræktarföt ekki svo ólík því sem gerist og gengur annarsstaðar í hinum vestræna heimi. Aðal munurinn er sá að hann lítur út fyrir að vera lausari í sér, fatnaðurinn er t.d. í stórum númerum svo hann virkar mjög kósý og þægilegur að klæðast.
Í takt við þægilega fatnaðinn þá eru franskar konur verulega rólegar í tíðinni í ræktinni og oft á tíðum algjörlega metnaðarlausar að mati Khoros. Flestum frönskum konum finnst leiðinlegt að sprikla og líkamsræktarstöðvar eru ekki auðfundnar í París. Þær eru fáar og langt á milli þeirra.
Khoros skráði sig á Bikram Yoga námskeið með franskri vinkonu sinni en Yoga er mjög vinsælt hjá frönskum konum. Vinkonan svitnaði ekkert en setti meiri metnað í sánuna og að bera á sig hin ótal smyrsl og krem að æfingu lokinni.
Þess má geta að í Bikram Yoga er venjan að vera á undirfötunum einum saman. Það er ekki annað hægt en að elska frjálslyndi Frakka!
Khoros langaði, líkt og mig sjálfa, að tileinka sér franskan ræktarstíl. Hún keypti sér því sérstök undirföt fyrir Bikram Yoga námskeiðið, þægilegar leggings og stóran bol. Síðan fékk hún sér stóra þægilega peysu til að smeygja sér í eftir sánuna.
Hér eru tillögur Khoros að frönskum ræktarfötum sem mér finnst alveg undursamlega fallegar. Nú er bara að spara spandexið aðeins og skella sér í eitthvað þægilegt og flott!
Stór kósýpeysa eftir ræktina og sánu. Undirföt fyrir Bikram Yoga. Leggings, götuskór og að sjálfsögðu smart handtaska.
Eftir “átökin”. Götuskór, hlýrabolur og niðurmjóar gallabuxur. Rakakrem og mjög líklega lítill sem enginn farði.
Hlaupagalli. Aðeins meira í ætt við það sem gengur og gerist annarsstaðar en sjáið vatnsbrúsann! Æðislegur!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.