Rósir eru frábærar gjafir við hvert tilefni en veistu hvað litir þeirra tákna?
Ég elska blóm og þá sérstaklega rósir og finnst æðislega gaman að gefa fallegan blómvönd með rósum. Það gleður mig líka mjög mikið þegar að mér eru gefnir fallegir blómvendir. Það eru kannski ekki margir sem að hugsa út í það en það er gaman að vita hvað litir þeirra tákna og velja eftir því sem við á.
Rauðar rósir – Ást, fegurð, virðing, hugrekki
Bleikar rósir – Hamingja, þokki, blíða
Dökkbleikar rósir – Þakklæti
Ljósbleikar rósir – Aðdáun, samúð
Gular rósir – Vinátta, gleði, tilhlökkun
Hvítar rósir – Hreinleiki, sakleysi
Appelsínugular, ferskju og kórallitaðar rósir – Ákafi, þrá
Bláar rósir – Dulúð, leyndardóm
Stök rós – Einfaldleiki, ástartákn
Háar stilkur á rós – Ég mun aldrei gleyma þér
Stuttar stilkur á rós – Æskutákn
Margir blandaðir litir – Þú ert mér allt
Rós án þyrna – Ást við fyrstu sýn
Ég get ekki valið minn uppáhaldslit – Átt þú þinn uppáhaldslit á rósum?
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.