Síðustu daga hefur hönnunarmars staðið yfir og út um allt höfuðborgarsvæði hafa verið sýningar og opin hús með því markmiði að kynna íslenska hönnun.
Ég tók mér góðan göngutúr í miðbænum í gær og myndaði alla þá flottu hönnun og stemmningu sem á veginum varð.
Myndirnar voru svo margar að ég ákvað að setja þær saman í stutt slideshow sem sjá má hér að neðan.
Á myndunum er aðallega íslensk hönnun sem fæst í Birnu, Aurum, Hrím, Kiosk og Atmo. Einnig kom ég við á sýningu í Icewear og hjá Hemma og Valda og skoðaði heimaprjón í Rauða Kross búðinni og Vintage kjallaranum á 17.
Atmo í sautjánhúsinu er best heppnaða og fjölbreytilegasta popup verslun sem ég hef komið í á Íslandi og vona ég innilega að þetta frábæra húsnæði verði nýtt á þennan hátt áfram. Í öllum þessum verslunum í miðbænum var margt um manninn og góð stemmning.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=tKNnMvtVrEM[/youtube]Tónlist: Arabian Horse með Gusgus
Myndir: Vala Árnadóttir
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.