Á menningarnótt er gleði og list út um allan bæ og í versluninni Kronkron að Laugavegi 63b verður uppi heljarinnar húllumhæ!
Ný vetrarlína Kron by kronkron verður komin í hús og ætlar Hildur Yeoman að sýna nýja fylgihlutalínu sína, Cherry Bomb collection.
Hildur ætlar að stílisera gluggann og leiðir þar saman Kron by kronkron og hönnun sína á skemmtilegan hátt.
Hún sýnir einnig ljósmyndaverk sem unnin voru af henni og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara í tengslum við Cherry Bomb línunna.
Um kvöldið verður jafnframt lifandi tónlist en jassgeggjararnir í Tríó Bók munu munu gleðja gesti og gangandi. Jafnframt verður dregið í happadrætti þar sem vinningar eru ekki af verri endanum, bæði frá Kron by kronkron og Hildi yeoman.
Opið verður frá kl: 10.00 – 22.30 og eru allir velkomnir en gleðin mun standa yfir allan daginn og langt fram á kvöld.
Skóverslunin Kron að Laugavegi 48 mun einnig skarta sínu fegursta á menningarnótt.
Listakonurnar Guðrún Tara Sveinsdóttir og Elizabeth Sonenberg, búsett í New York, sýna verk í glugganum og því verður ásýnd verslunarinnar með óhefðbundnu móti þennan dag.
Ljósmyndir eftir Sögu Sigurðardóttur af Kron by kronkron munu prýða veggi verslunarinnar og verður tekið vel á móti gestum og gangandi þennan daginn frá kl: 10-22.30
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.